Í dag fögnum við alþjóða MS deginum en maí er tími vitundarvakningar um MS þar sem MS-félög um allan heim vekja athygli á sjúkdómnum með einum eða öðrum hætti.
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:00 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík bæði sem staðfundur og fjarfundur. Húsið opnar kl. 16:30.
Fyrra tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Blaðið verður sent til félaga og styrktaraðila í pósti og ætti að berast á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.
Þema næsta alþjóðadags tengist greiningu MS-sjúkdómsins. Af því tilefni höfum við sett saman stutta könnun um þjónustu og upplifun á þjónustu og stuðningi við greiningu sem tekur örfáar mínútur að svara.
Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári.
Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
Laugardaginn 11. nóvember verður æfing á klukkustundarfresti allan daginn til styrktar MS félagi Íslands hjá Kvennastyrk, líkamsrækt Strandgötu 33 í Hafnarfirði.