23.05.2022
Fimmtudaginn 26. maí n.k. heldur MS-félag Íslands alþjóðadag MS hátíðlegan með glæsilegu golfmóti á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal og sinni árlegu sumarhátíð með skemmtun og fræðslu fyrir alla fjölskylduna og er helsta markmiðið að vekja athygli á málefnum fólks með MS og miðla fræðslu. Þá miðlum við sögum fólks og fræðslu á samfélagsmiðlum félagsins.