Ef þú átt við hugræna erfiðleika að stríða, geta aðstandendur þínir upplifað sorg, reiði, gremju, áhyggjur og kvíða. Þeir hræðast jafnvel að „missa þig“, verða ergilegir eða draga sig í hlé.

Þeir geta orðið argir ef þú svarar þeim ekki eins fljótt og þú varst vanur að gera eða gefur misvísandi eða ruglingsleg svör. Þeir gætu jafnvel reynt að hjálpa til eða taka yfir verkefni þín þegar þú gleymir einhverju eða svarar ekki strax spurningum þeirra. Kannski líkar þér það vel en kannski ekki.

Einhverjum aðstandendum gæti fundist þú vera skrýtin/-n ef þú átt í erfiðleikum með að hugsa skýrt eða ef það er eitthvað sem þú manst ekki, sérstaklega ef aðrir geta það. Einhverjum gæti líka fundist eins og þér sé sama um þá, ef þú gleymir að spyrja um eitthvað sem skiptir máli.

Upplýsingar um einkennin og viðurkenning á vandanum hjálpar til við að takast á við aðstæðurnar sem geta komið upp. Þú gætir upplýst fjölskyldu og vini um hvernig þér líður og hvað þú ert að ganga í gegn um og látið þá vita hvernig þú vilt að þau bregðist við. Sérstaklega ef þú ert reið/-ur vegna ástand þíns, þar sem reiði getur ómeðvitað beinst að aðstandendum.

Samtöl við aðra, t.d. sálfræðinga eða fólk sem þið treystið, geta komið að gagni.

familysupport