Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Gefið sem önnur meðferð, nema ef um mikla bólguvirkni sé að ræða, við MS í köstum.
Innrennslislyf á sjúkrahúsi, á fjögurra vikna fresti.
Fækkar köstum um 70% og hægir á fötlun.
Ef grunur leikur á, eftir u.þ.b. 6 mánaða meðferð, að fyrir hendi séu þrálát mótefni, annaðhvort vegna minnkaðrar verkunar eða vegna þess að fram komi innrennslistengd viðbrögð, er unnt að finna þau og staðfesta með síðara prófi, 6 vikum eftir fyrsta jákvæða prófið. Þar sem verkun kann að minnka eða tíðni ofnæmis eða innrennslistengdra viðbragða að aukast hjá sjúklingi með þrálát mótefni, ber að hætta meðferð hjá sjúklingum sem mynda þrálát mótefni.
Tysabri er einstofna mótefni sem hindrar innrás hvítfrumna inn í miðtaugakerfið og kemur þannig í veg fyrir að nýjar bólguskellur myndist. Tysabri hefur ekki áhrif á gamlar bólguskellur og ör og því er ekki að vænta að gömul MS-einkenni hverfi á meðferðinni. Sumir upplifa þó minni MS-einkenni og þreytu. Tysabri er mjög öflugt fyrirbyggjandi MS-lyf og þolist vel af langflestum.
Lyfið þolist almennt vel. Aukaverkanir geta verið; sundl, velgja, ofsakláði og kuldahrollur í tengslum við innrennslið.
PML-heilabólga er sjaldgæf en alvarleg aukaverkun Tysabri. Notendur Tysabri þurfa að kynna sér einkenni PML mjög vel. Sjá upplýsingar hér.
Hafið strax samband við lækni eða MS-hjúkrunarfræðing ef grunur vaknar um aukaverkun.
Frábending eru aðallega sjúklingar í aukinni hættu á að fá tækifærissýkingar, þ.m.t. sjúklingar með veiklað ónæmiskerfi.
Ef kona verður þunguð meðan hún er að taka Tysabri ber að íhuga að hætta notkun á lyfinu. Við mat á ávinningi og áhættu við notkun Tysabri á meðgöngu ber að hafa hliðsjón af klínísku ástandi sjúklingsins og hugsanlegri endurkomu sjúkdómsins ef notkun lyfsins er hætt.
Konur með börn á brjósti.
Blóðprufur eru teknar á a.m.k. 6 mánaða fresti hjá öllum sem eru á Tysabri.
Biðtími er 5-6 vikur á milli MabThera og Tysabri/Gilenya.
Frá 2008 á Íslandi.
Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi fræðslukort um Tysabri sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa alltaf á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir, í allt að 6 mánuði eftir að meðferð lýkur.
Samantekt á eiginleikum Tysabri (EMA/Lyfjastofnun), uppfært (ódagsett), sjá hér
Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins, uppfært (ódagsett), sjá hér (bls. 30-38)
Umsagnir EMA, lyfjastofnunar Evrópu, uppfært 31.05.2017, sjá hér
Öryggisupplýsingar, uppfært 12.05.2016, sjá hér
Mikilvægar öryggisupplýsingar til að lágmarka áhættu PML, 15.03.2016, sjá hér
Sérstakt eftirlit, sjá hér
Ræða Tysabri-meðferðina og kynna einkenni PML fyrir fjölskyldu og vinum.
Sjúklingar á Tysabri mega fá bóluefni sem eru ekki lifandi (á við flensusprautuna). Bólusetning með lifandi bóluefnum er ekki æskileg meðan á meðferð stendur og í allt að 4 mánuði eftir að meðferð lýkur. Spyrjið alltaf heilbrigðisstarfsmann fyrir bólusetningu hvort bóluefnið sé lifandi eða ekki.
BB/október 2017