Í valmyndinni til hægri má finna lista yfir þau MS-lyf sem eru í notkun á Íslandi.

 

Mismunandi er hvaða lyfjameðferð hentar hverjum og einum og taka þarf tillit til ýmissa þátta. Nauðsynlegt er að vega og meta hvort ávinningur af notkun lyfs vegi upp á móti áhættu eða hugsanlegum aukaverkunum. Einstaklingurinn þarf að vera meðvitaður um aukaverkanir en jafnframt um hvaða gagn lyfið getur gert fyrir hann.

Nýjar aukaverkanir geta komið fram í mörg ár eftir markaðssetningu lyfs og því er alltaf ákveðin áhætta við notkun nýrra lyfja. Það skýrir hvers vegna öflug lyf með erfiðar aukaverkanir eru ekki notuð við vægum MS. Nýjasta og kröftugasta lyfið er því ekki endilega það besta fyrir alla. 

 

Umsóknarferli fyrir MS-lyf

Taugalæknir og sjúklingur hans verða ásáttir um lyfjameðferð. Taugalæknirinn sækir síðan skriflega um heimild fyrir sjúklinginn til að nota viðkomandi MS-lyf til Lyfjanefndar LSH.  Í umsókninni kemur fram aldur sjúklings, færnismat ásamt upplýsingum um fyrri meðferð og staðfesting á greiningu.

Komi upp ágreiningur varðandi afgreiðslu umsóknar, skal ágreiningnum vísað til framkvæmdastjóra lækninga á LSH sem úrskurðar endanlega í málinu.

 

Lyf í rannsóknum

Fylgjast má með MS-lyfjum í rannsóknum hér.