MS-félag Íslands er hagsmunafélag einstaklinga með MS, stofnað 20. september 1968. Félagið hvetur einstaklinga með MS-sjúkdóminn, aðstandendur og aðra áhugasama til að skrá sig í félagið og njóta þannig góðs af því sem félagið hefur upp á að bjóða. Sjá nánar um félagið hér til hliðar.

mslogo

Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Félagið er málsvari félagsmanna gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.

MS-félagið er til húsa að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá kl. 10-15. Í júlí og ágúst er lokað á föstudögum. Sími er 568 8620. Netfang félagsins er msfelag@msfelag.is, vefsíðan www.msfelag.is og fésbókarsíðan MS-félag Íslands.

Félagið er mjög metnaðarfullt þegar kemur að fræðslu og gefur út ýmislegt fræðsluefni. Það stendur fyrir fyrirlestrum og námskeiðum árið um kring og eru námskeiðslýsingar að finna á vefsíðu. Félagið gefur út tímaritið MS-blaðið (áður MeginStoð) tvisvar á ári og að auki er að finna fréttir, upplýsingar og fræðsluefni á vefsíðunni og fésbókarsíðunni. Nokkrir hópar hafa myndað sjálfstæða hópa á fésbókinni.

Boðið er upp á viðtal við félagsráðgjafa og sálfræðing í síma eða á skrifstofu. Einnig er hægt að óska eftir viðtali við fulltrúa úr viðtalshópi fræðslunefndar félagsins, sem í eru einstaklingar sem hafa áralanga reynslu og víðtæka þekkingu á MS-sjúkdómnum. Slík viðtöl gagnast sérstaklega vel nýgreindum einstaklingum og aðstandendum þeirra. 

Víða um land hittast hópar einstaklinga með MS að jafnaði mánaðarlega yfir árið, ekki eingöngu til að tala um sjúkdóminn heldur einnig til að eiga skemmtilega stund saman.

Sjá nánar um þjónustu félagsins hér

 

Gróskumikinn rekstur félagsins er aðallega að þakka sjálfboðavinnu, styrkjum og gjafmildi samfélagsins því félagsgjaldi er haldið í lágmarki og opinberir styrkir litlir. Hægt er að styrkja félagið á margvíslegan hátt, sjá nánar hér.

 

Innlent samstarf

MS-félagið er aðili að:

 

Merki ÖBÍ          ÖBÍ réttindasamtökum       

 

Erlent samstarf

MS-félagið er aðili að:

 

Merki Nordisk MS Råd                               Merki European MS Platform                              

 

Merki MS International Federationog   International Progressive MS Alliance