tforsidaBæklingnum ,,Tilfinningaviðbrögð" er ætlað að lýsa algengum tilfinningaviðbrögðum fólks með MS ásamt því að koma með tillögur um hvernig hægt er að takast á við þau. Höfundar bæklingsins er hópur evrópskra taugasálfræðinga og klínískra sálfræðinga.

Hafa ber í huga að einkenni sem tilgreind eru í þessum bæklingi geta átt sér aðrar orsakir en í MS-sjúkdómnum. Einnig, að ekki fá allir sem greinast með MS sömu einkennin. Hér er aðeins leitast við að veita innsýn í mögulega birtingarmynd MS-sjúkdómsins til að auka almennan skilning.