Foreldrum er eðlislægt að vilja gera allt fyrir börn sín og vernda þau. Á það við hvort sem barnið er ungt eða komið á fullorðinsár. Ef uppkomið barn veikist, fara sumir foreldrar að koma fram við það á sama hátt og þeir gerðu í æsku þess. Allt er þetta gert af umhyggju en getur valdið togstreitu.

Sumir foreldrar fara þó í afneitun og hafa ekki skilning á breyttum aðstæðum. foreldrarÞeir vilja hafa allt eins og það var fyrir greiningu og gera ráð fyrir að barn þess geti gert allt sem það gat áður. Einstaklingurinn er jafnvel sakaður um leti þegar hann þjáist af yfirþyrmandi þreytu, sem er algengur fylgifiskur MS.

Flestum einstaklingum með MS er mikið í mun að halda í sjálfstæði sitt. Sérstaklega ef þeir geta ekki eins mikið og þeir gátu áður. Þeir gætu þó þurft á aðstoð að halda og verið þakklátir fyrir hana, þó slík samskipti geti verið mjög viðkvæm.

,,Sjötug móðir Gunnars vildi allt fyrir son sinn gera, hugsa um hann og taka af honum ómak, þótt hann væri fullfær um flestar athafnir. „Settu nú á þig trefilinn, Gunnar minn, sólin er farin. Er nú rétt af þér að vera að þvælast þetta út núna? Það er komin rigning. Hérna, leyfðu mér nú að rétta þér þetta. Á ég ekki að hjálpa þér aðeins?“ Gunnar minnti móður sína pirraður á, að hann væri fertugur en ekki fjögurra ára. Hann bæri sjálfur ábyrgð á eigin lífi og bæði um aðstoð ef hann þyrfti hennar með.

,,Faðir ýtti dóttur sinni sem sat í hjólastól á milli blómabeðanna. „Stopp, stopp, pabbi minn. Ég ætla aðeins að taka mynd hérna.“ Faðirinn hélt áfram að ýta stólnum og sagði: „Blómin eru miklu fallegri hérna.“ „Pabbi! Þú getur tekið mynd af þessum blómum en ég ætla taka mynd af þeim sem mér þykja falleg. Viltu gjöra svo vel að bakka með mig.“

Opnar umræður er varða fjölskylduna eru þýðingarmiklar. 

fjoreldrar

Það getur verið erfitt en nauðsynlegt að aðlaga fjölskylduna að breyttum aðstæðum, til dæmis með breyttri hlutverkaskipan innan fjölskyldunnar, þátttöku í frístundum, ferðalögum eða breytingu á húsnæði.

 

 

MS-félagið býður upp á ráðgjöf og sérstök námskeið fyrir foreldra einstaklinga með MS.

 

adstandendur