Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 22. maí 2025 kl. 17 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Í kjöri er formannsembætti félagsins, tveir í aðalstjórn og einn varamaður. Að auki þarf að kjósa einn í aðalstjórn til eins árs.

Aðalfundurinn verður sá síðasti undir stjórn Hjördísar Ýrar sem hefur verið formaður félagsins sl. 4 ár.

 

 

 

Framboð til formanns barst frá Þorsteini Árnasyni Sürmeli.

 

Þorsteinn Árnason Sürmeli er kennari og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann heldur þar að auki úti hlaðvörpunum Kennarastofan sem fjallar um menntamál og hinu nýja MS-kasti um MS sjúkdóminn. Hann hefur sinnt sjálfboðastarfi fyrir Rauða krossinn á höfuðborgarsvæðinu og setið í stjórn hans í þrjú ár. Hann var kjörinn í stjórn MS-félagsins á síðasta ári. Þorsteinn er menntaður í íslensku, bókmenntum og kennslufræðum og hefur samhliða bókaútgáfu starfað sem kennari í um fimmtán ár.

Þorsteinn greindist með MS-sjúkdóminn árið 2012.

 

 

 

Ekki bárust framboð til meðstjórnenda og verður því hægt að bjóða sig fram til meðstjórnanda á fundinum sjálfum.

 

Framboð til varamanns bárust frá Dagbjörtu Önnu Gunnarsdóttur og Sigurveigu Hjaltested Þórhallsdóttur.

 

Eins og áður segir byrjar fundurinn kl. 17. Húsið opnar kl. 16:30.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis þeir sem skráðir eru í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

Sjá lög félagsins hér og stjórn og nefndir hér.