Persónuleiki og háttalag

Flestir MS-greindir upplifa á einhverjum tímapunkti tilfinningar eins og sorg, gremju eða reiði yfir því að hafa sjúkdóminn og að þurfa að lifa með honum. Tilfinningarnar eru öllum skiljanlegar og flestum tekst að vinna úr þeim.

Erfiðara er hins vegar að skilja þær breytingar á háttalagi og persónuleika MS-greindra sem orsakast af sjúkdómi þeirra.

Margir MS-greindir og aðstandendur þeirra óttast áhrif sjúkdómsins á hegðun og persónuleika en sá ótti er oft ástæðulaus.

Bæklingurinn ,,Persónuleiki og háttalag" hefur að geyma upplýsingar sem auka skilning og gefur ráð og valkosti sem geta komið að notum. Í honum er lýst helstu breytingum sem geta orðið á háttalagi og persónuleika einstaklings ásamt því að koma með góðar ábendingar um hvernig takast megi á við vandann.

Höfundar bæklingsins er hópur evrópskra taugasálfræðinga og klínískra sálfræðinga.

baeklingarnir