Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Copaxone er gefið sem fyrsta meðferð fyrir MS í köstum.
Copaxone þarf að sprauta daglega undir húð.
Geymið áfylltu sprauturnar í ytri umbúðunum til varnar gegn ljósi. Geymið í kæli (2°C - 8°C). Má ekki frjósa. Ef ekki er hægt að geyma áfylltu sprauturnar í kæli má geyma þær við stofuhita (15°C til 25°C) í eitt skipti í allt að einn mánuð. Ef Copaxone 20 mg/ml í áfylltum sprautum hafa ekki verið notaðar eftir þennan tíma og sprauturnar eru enn í upprunalegum umbúðum verður að setja þær aftur í kæli (2°C til 8°C).
Virkni lyfsins er samsvarandi virkni interferon-lyfja, þ.e. köstum fækkar um 30-32%.
Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti virka efni Copaxone, glatíramerasetat, verkar á MS-sjúklinga. Hins vegar er talið að það verki með því að draga úr ónæmisferlum sem nú er álitið að séu valdir að meingerð MS.
Algengar aukaverkanir eru viðbrögð í húð, erting eða ofurviðkvæmni á stungustað. Um er að ræða m.a. hörundsroða, verk, þykkildi, kláða, bjúgurbólgu og ofnæmisviðbrögð á stungustað. Þessi viðbrögð á stungustað eru ekki óalgeng og venjulega dregur úr þeim smám saman.
Í maí 2017 tilkynnti lyfjafyrirtækið TEVA að gögn úr alþjóðlegum lyfjagátagrunni fyrirtækisins, sem borin voru saman við tvo stóra bandaríska og evrópska gagnagrunna, bendi til þess að konur með MS, sem sprauta sig daglega með 20 mg/ml upplausn á meðan á meðgöngu stendur, eru ekki í meiri hættu á að fæða börn með fósturgalla heldur en konur almennt. Sjá frétt hér.
Alltaf er þó ráðlegt að spyrja taugalækni eða MS-hjúkrunarfræðing ráða um lyfjameðferð ef par, þar sem annar hvor aðilinn er með MS og er á lyfjameðferð, hyggur á barneignir eða kona er þegar orðin ófrísk. Læknir getur þá metið hvort ávinningur af lyfjameðferð vegi upp á móti áhættu af notkun þess, hvort breyta þurfi lyfjameðferð eða hversu lengi er ráðlagt að vera án lyfja áður en barneignir eru reyndar - og fyrir konur hvenær þær byrji að taka aftur lyf eftir barnsburð.
Enginn biðtími á milli betaferonlyfja en allt að 3 mánuðir sé meðferð með Tysabri eða Gileyna hætt.
Lyfið fékk markaðsleyfi í Evrópu í janúar 2004.
Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi öryggiskort um Copaxone sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa ávallt á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir.
Samantekt á eiginleikum Copaxone (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 06.01.2017, sjá hér
Fylgiseðill, uppfært 02.05.2017, sjá hér
Sjúklingar á ónæmisbælandi MS-lyfjum mega fá bóluefni sem ekki eru lifandi (á við flensusprautuna). Bólusetning með lifandi bóluefnum er ekki æskileg meðan á meðferð stendur og í allt að 4-6 mánuði eftir að meðferð lýkur. Spyrjið alltaf heilbrigðisstarfsmann fyrir bólusetningu hvort bóluefnið sé lifandi eða ekki.
Mörgum reynist Copaxone vel og eru á lyfinu þrátt fyrir að á markað séu komin nýrri og kröftugri lyf. Að jafnaði er miðað við að MS-sjúklingar noti Copaxone í a.m.k. 2 ár áður en kröftugri lyf eru reynd, að uppfylltum klínískum leiðbeiningum þeirra lyfja og mati taugalæknis.
BB/október 2017