Regluleg líkamsrækt, góðar teygjur og orkusparandi aðgerðir eru gulls ígildi við að halda sjúkdómseinkennum niðri.

Hér til hliðar má finna upplýsingar um námskeið og vefslóðir á æfingar sem efla líkamlega og hugræna færni auk greinasafns þar sem sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar ausa úr viskubrunni sínum.

 

Sjúkra- og iðjuþjálfun

Markmið með sjúkraþjálfun er að viðhalda færni í daglegu lífi með líkamsþjálfun og fræðslu, svo auka megi kraft, úthald, jafnvægi og samhæfingu vöðva. Sjúkraþjálfari veitir meðferð og þjálfun auk þess að fræða einstaklinginn um mikilvægi þjálfunar og um úrræði til að draga úr einkennum með líkamsbeitingu, orkusparandi aðgerðum og þjálfun.

Markmið með iðjuþjálfun er að meta hæfnisvið, hæfnisþætti og þær aðstæður sem hafa áhrif á færni og virkni einstaklingsins við daglega iðju og meta þörf fyrir hjálpartæki og leiðbeina um notkun þeirra. Iðjuþjálfi þjálfar og leiðbeinir um úrræði til að draga úr einkennum með líkamsbeitingu, orkusparandi aðgerðum og þjálfun.

Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfari geta ráðlagt um notkun hjálpartækja og aðstoðað við umsókn um þau. Sjá nánar hér.

Margar sjúkraþjálfunarstofur sinna MS-fólki af mikilli alúð og þekkingu.