ung

Oft er talað um MS sem sjúkdóm unga fólksins. Flestir greinast á aldrinum 20-40 ára, á þeim tíma þegar allt er að gerast; nám, stofnun fjölskyldu og undirbúningur að fjárhagslegu öryggi til framtíðar.

Flestir greinast með sjúkdómsgerðina MS í köstum þar sem einkenni koma og fara og sem flest sjúkdómshamlandi lyf eru til við.tv04 Flestir þeirra sem greinast fá fljótlega lyf sem draga úr virkni kasta og eftirköstum þeirra og lifa því góðu lífi þrátt fyrir tímabil inn á milli þegar einkenni gera vart við sig.

Eins og fyrr segir er mikilvægt að hugsa vel um sjálfan sig og líkama sinn. Gott er að forgangsraða verkefnum svo næg orka gefist til að gera eitthvað ánægjulegt. Það er um að gera að lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi, sofa vel og gefa sér tíma til að slaka á. Margir sem greinast með MS endurskoða líf sitt og huga að heilbrigðum lífstíl og mataræði. Þeir fá aðra sýn á reykingar, neyslu áfengis og annarra vímuefna, og skemmtanir verða jafnvel hóflegri en áður.

Margir líta ekki á sig sem veika einstaklinga, sérstaklega þegar einkenni eru væg og tímabundin. 

tv05

Hvenær á þá að segja frá því að maður sé með MS þegar maður hittir draumamakann? Það er ekkert eitt rétt svar við þeirri spurningu en best er að segja frá þegar viðkomandi finnur að hann er tilbúinn til þess. Sjá einnig „Ég er með MS“ .

Ungt fólk með MS á stundum í erfiðleikum með sjálfsmyndina og það einangrar sig jafnvel, tv06sérstaklega ef einkenni sjúkdómsins eru áberandi. Sumir upplifa missi, sorg og reiði ef einkenni þeirra hamla því að þeir geti gert það sem þeim þykir mikilvægast. Hjá öðrum vakna spurningar um hvort þeir muni nokkurn tímann eignast maka, stofna fjölskyldu eða hvort einhver vilji ráða þá í vinnu. Einhverjum finnst þeir ekki vera jafn aðlaðandi og áður, aðrir eru alltaf þreyttir og vilja bara fá að vera í friði og hverfa inn í sjálfa sig.

Sumum finnst gott að leita ráða hjá einhverjum sem hefur verið í sömu stöðu eða er að upplifa það sama. Á fésbókarsíðunum Skellur MSog Lifað með MS er hægt að fá góð ráð, deila reynslusögum, fá stuðning og kynnast nýju fólki. Hjá MS-félaginu er hægt að fá ráðgjöf.

uf