Hamingjusamt og innihaldsríkt fjölskyldulíf er öllum mikilvægt. Sem betur fer eru einkenni og afleiðingar MS oft það væg, sérstaklega til að byrja með, að áhrif sjúkdómsins á fjölskyldulífið eru takmörkuð.fjolskyldan

Hins vegar er ekki óeðlilegt að sjúkdómur eins og MS hafi margvísleg áhrif til dæmis á samskipti, sambönd, geðslag og daglegt líf fjolskyldanfjölskyldunnar. Þekktar eru tilfinningar eins og gremja, sektarkennd, þunglyndi og kvíði sem svörun við greiningu og afleiðingum sjúkdómsins. Einkenni eins og líkamleg skerðing, erfiðleikar með minni og einbeitingu, þróttleysi og þvagblöðruvandamál geta til dæmis haft áhrif á getu til að taka fullan þátt í daglegu lífi. Einnig getur yfirþyrmandi þreyta og úthaldsleysi haft áhrif á hvað fjölskyldan er fær um að gera saman. Margt getur tekið lengri tíma en áður og þá þarf að skipuleggja ýmislegt með góðum fyrirvara.

Fjölskyldan þarf í sameiningu að finna jafnvægi í daglegu lífi þar sem afleiðingar sjúkdómsins hafa sem minnst áhrif. Með góðri skipulagningu er allt hægt.

Þegar fjölskyldumeðlimur á við langvarandi veikindi að stríða taka maki, börn, foreldrar eða nánasta fjölskylda oft að sér umönnun hins veika. Það styrkir oft fjölskylduböndin en getur einnig reynt á og valdið togstreitu og erfiðleikum í samskiptum.

Hægt er að fá einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf/-meðferð hjá félagsráðgjafa MS-félagsins.