Annað tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Eins og fyrra tölublað ársins er það helgað unga fólkinu. Blaðið hefur verið sent til félaga og styrktaraðila og ætti að berast í pósti á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.
MS-félagið fagnaði 55 ára afmæli félagsins með ráðstefnu og afmæliskaffi í Gullhömrum í Grafarholti miðvikudaginn 20. september. Boðið var upp á fróðleg erindi, pallborðsumræður og söngatriði.
MS-félagið fagnar 55 ára afmæli 20. september n.k. Af því tilefni býður félagið til ráðstefnu og afmæliskaffis Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, Grafarholti.
Í gær var sumarhátíð haldin í tilefni Alþjóðadags MS og var venju samkvæmt sól og vor í lofti á þessum degi þrátt fyrir allar haustlægðirnar sem höfðu streymt hér yfir okkur á SV horni landsins þetta vorið.
MS-félagið blæs til sumarhátíðar á Sléttuvegi 5 þann 31. maí kl. 15 -17. Við ætlum að styrkja tengslin og gera okkur glaðan dag. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Heimildarmynd um listakonuna Lydia Emily 'The Art of Rebellion', listina, fjölskylduna og baráttuna við MS-sjúkdóminn sýnd í Háskólabíói 31. maí í tilefni af alþjóðadegi MS.