MS: Taugasjúkdómur unga fólksins 

Myndin segir sögu þriggja einstaklinga með MS; Berglindar Guðmundsdóttur, Guðmundar Daníelssonar og Steinunnar Þóru Árnadóttur en að auki fjallar Sóley Þráinsdóttir, taugalæknir, um sjúkdóminn frá sjónarhóli læknisfræðinnar. 

Sjá mynd hér, með íslenskum texta hér og með enskum texta hér

Dagskrárgerð fræðslumyndarinnar var í höndum Páls Kristins Pálssonar og Ólafs Sölva Pálssonar. Framleiðandi er Epos kvikmyndagerð fyrir MS-félagið (2013). 

  

Líf með MS

lif

Myndin segir sögu fjögurra einstaklinga með MS; Jóhanns Þórs Ragnarssonar, Lindu Egilsdóttur, Lonni Bjargar Sigurbjörnsdóttur og Ragnars Jóns Gunnarssonar. Að auki fjallar Finnbogi Jakobsson, taugalæknir, um sjúkdóminn út frá sjónarhóli læknisfræðinnar. Viðtal er við Vilborgu Traustadóttur, fyrrum formann MS-félagsins og Ragnheiði Fossdal, líffræðing hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Sjá mynd hér.

Dagskrárgerð fræðslumyndarinnar er í höndum Páls Kristins Pálssonar. Framleiðandi er Epos kvikmyndagerð fyrir MS-félagið (2003). 

  

Baráttan við MS

bar

Myndin segir sögu þriggja einstaklinga með MS; Málmfríðar Sigurðardóttur, Hafdísar Hannesdóttur og Guðmundar Karlssonar, en að auki fjalla Grétar Guðmundsson, taugalæknir, Kári Stefánsson, prófessor og læknir, nú hjá Íslenskri erfðagreiningu, Jeff Gulcher og Tim Vartanian, vísindamenn í samstarfi við Kára Stefánsson í Bandaríkjunum, um sjúkdóminn út frá sjónarhóli læknisfræðinnar og vísindanna.  Viðtal er við Oddnýu Lárusdóttur, fyrrv. forstöðukonu dagvistar MS-félagsins, Gyðu Ólafsdóttur, fyrrum formann MS-félagsins og Tómas Maríusson, sjúkraþjálfara.

Sjá mynd hér.

Dagskrárgerð fræðslumyndarinnar er í höndum Páls Kristins Pálssonar. Framleiðandi er Epos kvikmyndagerð fyrir MS-félagið (1994).