olett

Ekkert mælir gegn því að skipuleggja framtíðina og barneignir þó annar aðilinn hafi greinst með MS. born MS er ekki skilgreindur sem erfðasjúkdómur þó um 2-5% líkur séu taldar á að náin skyldmenni fái MS.

Hins vegar þarf að skipuleggja barneignir í tíma sé væntanlegt foreldri á MS-lyfi. Best er að fá ráðleggingar hjá taugalækni eða MS-hjúkrunarfræðingi um hvort breyta þurfi lyfjameðferð eða hversu lengi er ráðlagt að vera án lyfja áður en barneignir eru reyndar og fyrir konur hvenær þær byrji að taka aftur lyf eftir barnsburð. Brjóstagjöf er að jafnaði ekki ráðlögð samfara lyfjameðferð.

Þó MS hafi yfirleitt ekki áhrif á meðgöngu eða fæðingu er nauðsynlegt að láta ljósmóður, hjúkrunarfræðing eða lækni vita um sjúkdóminn verði kona með MS þunguð. Einnig skal ávallt láta þessa aðila vita ef grunur er um MS-kast á meðgöngu þó ekki sé talið að það hafi áhrif á fóstrið.

Sjálf meðgangan er flestum konum með MS ekki erfiðari en öðrum. Þær geta fengið dæmigerð MS-einkenni á meðgöngunni sem eiga sér hins vegar upptök í sjálfri meðgöngunni eins og aðrar barnshafandi konur. Dæmi um slíkt er þreyta, hitasveiflur, svefnerfiðleikar og þvagblöðruvandamál.

Rannsóknir hafa sýnt að ófrískar konur með MS upplifa færri köst en vanalega, sérstaklega á síðasta þriðjungi meðgöngunnar. born Fyrstu mánuði eftir fæðingu geta köstin hins vegar aukist aftur en allt er þetta þó mjög einstaklingsbundið.

  

Lyfjagjöf á meðgöngu:

Í maí 2017 tilkynnti lyfjafyrirtækið TEVA að gögn úr alþjóðlegum lyfjagátagrunni fyrirtækisins, sem borin voru saman við tvo stóra bandaríska og evrópska gagnagrunna, bendi til þess að konur með MS, sem sprauta sig daglega með 20 mg/ml upplausn Copaxone á meðan á meðgöngu stendur, eru ekki í meiri hættu á að fæða börn með fósturgalla heldur en konur almennt. Sjá frétt hér.

Í fréttatilkynningu evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA frá 26. júlí 2019 er mælt með því að hvorki þungaðar konur með MS noti Gilenya né þær konur sem ekki nota örugga getnaðarvörn. Verði kona barnshafandi á meðan hún er á Gilenya þurfi að stöðva lyfjameðferðina strax og láta fylgjast grannt með þunguninni. Þetta er vegna þess að virka efnið í Gilenya, fingolimod, getur skaðað fóstrið og valdið fæðingargöllum. Sjá frétt hér.

Alltaf er þó ráðlegt að spyrja taugalækni eða MS-hjúkrunarfræðing ráða um lyfjameðferð ef par, þar sem annar hvor aðilinn er með MS og er á lyfjameðferð, hyggur á barneignir eða kona er þegar orðin ófrísk. Læknir getur þá metið hvort ávinningur af lyfjameðferð vegi upp á móti áhættu af notkun þess, hvort breyta þurfi lyfjameðferð eða hversu lengi er ráðlagt að vera án lyfja áður en barneignir eru reyndar - og fyrir konur hvenær þær byrji að taka aftur lyf eftir barnsburð.

 

Frekari fróðleikur:

  • Kynlíf og MS, sjá hér
  • „Fær barnið mitt einnig MS?“, sjá hér 
  • Barneignir og MS: Viðtal við Guðrúnu Erlu og Jóhannes á RÚV, sjá hér