Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
05.03.2024
Okkar vinsæla páskabingó fyrir MS-fólk og fjölskyldur þeirra verður haldið í MS-húsinu að Sléttuvegi 5, laugardaginn 16. mars kl. 13-15.
01.02.2024
Þema næsta alþjóðadags tengist greiningu MS-sjúkdómsins. Af því tilefni höfum við sett saman stutta könnun um þjónustu og upplifun á þjónustu og stuðningi við greiningu sem tekur örfáar mínútur að svara.
31.01.2024
Fyrsta MS kaffi ársins á Sléttuveginum í gær var vel sótt og stemmingin var sannarlega notaleg.
22.01.2024
Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrk. Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir lok janúar.
21.12.2023
Stjórn og starfsfólk MS-félags Íslands sendir félögum, vinum og velunnurum bestu jólakveðjur með ósk um farsæld á nýju ári. Þökkum auðsýndan stuðning og velvilja á árinu sem er að líða.
08.11.2023
Laugardaginn 11. nóvember verður æfing á klukkustundarfresti allan daginn til styrktar MS félagi Íslands hjá Kvennastyrk, líkamsrækt Strandgötu 33 í Hafnarfirði.
18.10.2023
Annað tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Eins og fyrra tölublað ársins er það helgað unga fólkinu. Blaðið hefur verið sent til félaga og styrktaraðila og ætti að berast í pósti á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.
28.09.2023
MS-félagið fagnaði 55 ára afmæli félagsins með ráðstefnu og afmæliskaffi í Gullhömrum í Grafarholti miðvikudaginn 20. september. Boðið var upp á fróðleg erindi, pallborðsumræður og söngatriði.
25.09.2023
Í dag er fánadagur Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðana um sjálfbæra þróun og tökum við þátt með því að flagga fána heimsmarkmiðanna á Sléttuveginum.
18.09.2023
Hugleiðingar formanns MS-félagsins, Hjördísar Ýrar í tilefni af 55 ára afmæli félagsins.