Boðið verður upp á stuðningshópa fyrir nýgreinda og aðstandendur í vetur. Báðir hópar munu hittast að jafnaði einu sinni í mánuði undir handleiðslu Helenu Unnarsdóttur, félagsráðgjafa.
Helena Unnarsdóttir félagsráðgjafi hefur hafið störf fyrir MS-félagið. Helena mun sinna ráðgjöfinni á fimmtudögum og er hægt að bóka tíma í gegnum bókunarkerfi Noona. Viðtölin geta farið fram í húsnæði félagsins að Sléttuvegi 5 eða yfir fjarfundarbúnaðinn Kara Connect og eru því aðgengileg fyrir félaga okkar um allt land.
Í dag fögnum við alþjóða MS deginum en maí er tími vitundarvakningar um MS þar sem MS-félög um allan heim vekja athygli á sjúkdómnum með einum eða öðrum hætti.
Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:00 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík bæði sem staðfundur og fjarfundur. Húsið opnar kl. 16:30.
Fyrra tölublað MS-blaðsins í ár er komið út. Blaðið verður sent til félaga og styrktaraðila í pósti og ætti að berast á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér á rafrænu formi.