Forsíða bæklings

 

Nýr bæklingur 'Næring og mataræði í MS-sjúkdómi', útgefinn í september 2021.

Hér er komið heildstætt fræðsluefni á íslensku um næringu og mataræði sem sérsniðið er að fólki með MS-sjúkdóminn.  Það eru næringarfræðingarnir Guðlaug Gísladóttir á Landspítala og Thelma Rún Rúnarsdóttir á Reykjalundi sem eru höfundar efnisins sem tekur einnig til þátta eins og þarmaflóru og ofvirkrar þvagblöðru. Þá koma þær fram með góð ráð við undirbúning máltíða og upplýsingatöflur um fæðutegundir. Formála ritar Sóley Guðrún Þráinsdóttir, yfirlæknir tauga- og hæfingarteymis á Reykjalundi.

Matreiðslumeistarinn Steinar Þór Þorfinnsson á Krúsku þróaði uppskriftir. Hann setur fram spennandi uppskriftir að sósum og kryddlögum ásamt meðlæti, sem hentar bæði með kjúklingi og fiski og hægt er að setja saman á mismunandi vegu. Þessar uppskriftir eru einungis til að gefa fólki hugmyndir að matreiðslu. 

Útlitshönnun, myndir og umbrot bæklingsins var svo í traustum höndum Högna Sigurþórssonar, grafísks hönnuðar, sem á einnig heiðurinn af hönnun merkis félagsins sem og fræðslubæklingapakka félagsins.Merki Heilbrigðisráðuneytisins

Heilbrigðisráðuneytið styrkti útgáfu bæklingsins.

 

 

Smelltu hér fyrir rafræna útgáfu bæklingsins

 

Smelltu hér til að panta eintak í pósti