Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
MS-félag Íslands hefur gengið frá ráðningu við Berglind Báru Bjarnadóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins.
Berglind Bára kemur til starfa með víðtæka og fjölbreytta reynslu á sviði heilbrigðis- og velferðarmála, sem og af rekstri, stjórnun og nýsköpun.
Hún er iðjuþjálfi, bowentæknir og leiðtogi í verkefnastjórnun að mennt. Á starfsferli sínum hefur hún meðal annars starfað við endurhæfingu, þjálfun, ráðgjöf og kennslu. Síðustu ár hefur hún tekið virkan þátt í þróun og innleiðingu velferðartækni, komið að markaðssetningu nýrra velferðartæknilausna, unnið að markaðs- og kynningarmálum ásamt viðburðastjórnun og fjölbreyttu viðburðahaldi.
Berglind Bára er gift Magnúsi Helga Kristjánssyni, rafvirkja. Þau búa í Reykjanesbæ og eiga þrjú börn.
„Ég hef fylgst með starfi MS-félagsins og þekki vel mikilvægi félagsins – það er ómetanlegt fyrir þá sem greinast með MS og aðstandendur þeirra. Það er mér sannur heiður að fá tækifæri til að leiða þetta mikilvæga starf og hlakka til að vinna með öflugu teymi að því að efla þjónustu, fræðslu og stuðning við félagsmenn,“ segir Berglind Bára.
MS-félag Íslands býður Berglind Báru velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.
Við þökkum fráfarandi framkvæmdastjóra, Berglind Ólafsdóttur, kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins síðastliðin ár og óskum henni gæfu og velgengni á nýjum vettvangi.