Almennt er viðurkennt að MS er fyrst og fremst sjálfsónæmissjúkdómur þar sem ónæmiskerfið ræðst á eigin líkamsvefi. MS er ekki arfgengur sjúkdómur og ekki smitandi. Fæstir einstaklingar með MS eiga nána ættingja sem hafa MS en líkurnar eru þó um 2-5%. Líkurnar aukast ef um eineggja tvíbura er að ræða.

Orsök MS er enn óþekkt. Talið er nokkuð víst að samspil erfða eða genasamsetningar, sem gera einstaklinginn móttækilegri fyrir MS-sjúkdómnum, og utanaðkomandi þátta svo sem búsetu, mataræðis, D-vítamínskorts, veirusýkingar og reykinga, komi af stað keðjuverkun sem kveiki á ónæmisvörn líkamans. Það gæti átt sér stað mörgum árum áður en einstaklingurinn verður var við einkenni eða greinist með MS.

taugar