Hægt er að senda minningarkort frá MS-félaginu í minningu látinna ástvina.

Minningarkortin má panta með því að nota formið hér neðar á síðunni, á skrifstofu MS-félagsins að Sléttuvegi 5, sem er opin virka daga kl. 10-15 eða í síma 568 8620. 

Kortin eru að jafnaði póstlögð samdægurs eða næsta virka dag á eftir.

Hægt er að greiða með greiðslukorti eða millifærslu.

Einnig er hægt að fá óútfyllt minningarkort á skrifstofu.

Mikill hægðarauki er að því gefa upp símanúmer MS-félagsins, 568-8620, í andlátstilkynningu, sé vilji til þess að vísa til MS-félagsins.

Minningarkort MS-félags Íslands eru látlaus og falleg en þau prýðir myndin ,,Byr undir báðum" eftir Eddu Heiðrúnu Backman.

 

Forsíða minningarkorts

 Minningarkort

    

Nafn látins ástvins
Notað til að senda staðfestingu í tölvupósti
T.d. Jón Jónsson og fjölskylda
T.d. Stína og Óli
Veldu fjárhæð, lágmark 2.000 kr.

Greiðsla með millifærslu: Vinsamlegast merkið færsluna með "minningarkort" og sendið greiðslukvittun á msfelag@msfelag.is.

Reikningur félagsins í Landsbanka er nr. 0115-26-102713 - kt. 520279-0169.

Greiðsla með korti: Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 568-8620 milli 10 og 15 virka daga og við tökum niður símgreiðslu.

Annar greiðslumáti: Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu í síma 568-8620 eða á netfangið msfelag@msfelag.is.