Ólíkt tilfinningalegu ójafnvægi (tilfinningasveiflum), sem eru mjög sterk tilfinningaviðbrögð, geta tilfinningar líka dofnað eða minnkað. Þá sýnir einstaklingur ekki eðlilegar tilfinningar eins og gleði, sorg eða reiði sem kann að virka á aðra sem tómlæti. Erfitt getur verið að skilja þessi viðbrögð, sérstaklega fyrir nánustu fjölskyldu viðkomandi, til dæmis maka. Þegar einstaklingurinn sýnir ekki lengur tilfinningar eins og eðlilegt getur talist, getur makinn misskilið viðbrögð einstaklingsins og túlkað viðbrögð hans sem höfnun eða refsingu í samskiptum þeirra.

Í einhverjum tilvikum upplifa einstaklingar þennan tilfinningadoða sem óbærilegan eða óþolandi en í öðrum tilvikum finna þeir ekki fyrir honum vegna brenglaðrar vitundar um vandann. Þá eru það makar eða þeirra nánustu sem upplifa erfiðleikana vegna þessa.

Ekki er til nein lyfjameðferð við tilfinningadoða. Mikilvægt er að einstaklingurinn og hans nánustu ræði saman um vandamálið, jafnvel með aðkomu fagfólks til að afla sér upplýsinga og þekkingar á einkennum.

Ef einstaklingurinn á maka gætu báðir aðilar þurft á ráðgjöf að halda, ýmist saman eða í sitthvoru lagi.

Hildur sagði: „Það er undarlegt en ég upplifi mig aldrei raunverulega glaða, dapra eða reiða. Þó maðurinn minn myndi yfirgefa mig þá myndi ég eiginlega ekki verða leið yfir því, þrátt fyrir að þykja óendanlega vænt um hann.

tilfinningadodi