Með hugrænni færni er átt við það ferli í heilanum sem gerir það að verkum að við getum rökrætt, hugsað og leyst vandamál. Það er færni eins og:  

  • Einbeiting og athygli  

  • Nám og minni 

  • Skipulagning og lausn vandamála  

  • Málskilningur og málnotkun  

  • Sjónminni, sjónskynjun og fjarlægðarskyn 

Þessi færni er breytileg frá manni til manns og öll höfum við styrkleika og veikleika á mismunandi sviðum. Hugræn færni er talin eðlileg ef hún gerir okkur kleift að takast á við viðfangsefni daglegs lífs.

Hugrænar breytingar geta verið tímabundnar eða varanlegar. 

Hvíld og gott skipulag geta skipt sköpum þegar hugrænar breytingar af völdum MS eru annars vegar.

Margir þættir geta haft áhrif á heilastarfsemi, eins og streita, þreyta, þunglyndi, verkir, mikil áfengisneysla, slæmt mataræði, ýmsir sjúkdómar og lyfjanotkun. Þessir þættir hafa einnig áhrif á hugræna færni eins og einbeitingu, nám og minni. 

Hugrænir erfiðleikar eru ekki alltaf MS-sjúkdómnum um að kenna.

 

Góð ráð til að takast á við almenn hugræn einkenni

Reyndu að slaka á, hertu upp hugann og trúðu á sjálfa(n) þig.

  • Ef þú hefur áhyggjur af mögulegum hugrænum einkennum talaðu við lækni eða einhvern annan sem þú treystir.
  • Reyndu að tala við fjölskyldu og vini um einkennin þín. Þau gætu hafa skynjað einhverjar breytingar og geta samræður ykkar í milli komið í veg fyrir misskilning. Kannski getur þessi bæklingur hjálpað til við að útskýra líðan þína.
  • Mikilvægt er að þú þekkir eigin styrkleika og veikleika svo þú getir sett þér raunhæf markmið og forðast óþarfa óþægindi.
  • Með því að taka þátt í félagsstörfum eflir þú hugræna færni og nýtir hæfileika þína sem allra best.
  • Viðurkenndu eigin takmarkanir og vertu ekki feimin(n) við að biðja um hjálp við erfið verkefni.
  • Reyndu að forðast mikla þreytu. Lærðu á þreytueinkennin og reyndu að skipuleggja viðunandi hvíldarhlé.
  • Einbeittu þér að einu í einu. Reyndu að forðast að dreifa athyglinni á mörg verkefni í einu.
  • Notaðu hjálpartæki eins og almanak, dagbók, minnisbók o.fl.
  • Reyndu að þróa og efla eigin aðferðir til að takst á við einkennin og fáðu góðan vin til að hjálpa þér við að æfa þig. 

 

Fróðleiksmolar: