HugraenFaerniForsidaBæklingurinn ,,Hugræn færni" fjallar um hvernig og hvers vegna MS getur haft áhrif á hugræna færni einstaklinga með MS, svo sem minni, einbeitingu, hugsun og innsæi og hvað sé til ráða.

Einungis hluti MS-greindra upplifir hugræn einkenni og oft er um að ræða væg eða tímabundin einkenni.

Samt sem áður er ástæða til að vera vakandi gagnvart þessum einkennum. Þekking eykur skilning og er bæklingnum ætlað að auka þekkingu á hugrænni færni og MS.

Í bæklingnum er útskýrt hvernig taugasálfræðileg skoðun fer fram og hagnýtar ábendingar gefnar um hvernig hægt er að meðhöndla hugræn einkenni svo þau hafi sem minnst áhrif á daglegt líf.

Einnig er útskýrt hvernig hugræn einkenni einstaklings geta haft áhrif á aðstandendur. Því er æskilegt að fjölskylda og vinir kynni sér efni bæklingsins líka.

Höfundar bæklingsins er hópur evrópskra taugasálfræðinga.

Hafa ber í huga að einkenni sem tilgreind eru í þessum bæklingi geta átt sér aðrar orsakir en í MS-sjúkdómnum. Einnig, að ekki fá allir sem greinast með MS sömu einkennin. Hér er aðeins leitast við að veita innsýn í mögulega birtingarmynd MS-sjúkdómsins til að auka almennan skilning.