Í alvarlegri MS-köstum, þ.e. þeim sem hafa í för með sér skerðandi einkenni (bráð versnun, þ.á m. lömun eða sjóntaugabólga), er oft gripið til steragjafar til að flýta því að kastið gangi yfir. Sterar milda einkenni og stytta tíma kastsins.

Vægari köst eru stundum, en þó síður, meðhöndluð með sterum.

Best er að hefja meðferðina sem fyrst eftir að kastið/versnunin byrjar.

 

Innrennslismeðferð á sjúkrahúsi er algengust en þó eru sterar stundum gefnir í töfluformi sem hægt er að taka inn heima.

 

Hægt er að fá sterameðferð samhliða meðferð með hefðbundnum MS-lyfjum.

Stundum er gefin sterameðferð í stað MS-lyfja.

 

Hásteraskammtar eru yfirleitt gefnir í 3 daga eða 5 daga og eru sjaldnast gefnir oftar en þrisvar á ári.

 

Það er ákveðin hætta á beinþynningu,  sérstaklega eftir endurteknar steragjafir. Mikilvægt er að vera meðvitaður um mótvægisaðgerðir, sjá ýmsan fróðleik á beinvernd.is.

 

 

 

BB/október 2016