Tegund meðferðar

Fyrsta-meðferðar lyf til meðferðar á MS í köstum.

Hve oft gefið

Þrjú MS-lyf eru í flokki interferon-beta lyfja sem tekin voru í notkun á Íslandi á árunum 1998-1999;

 Avonex, er sprautað í vöðva einu sinni í viku

 Betaferon, er sprautað undir húð annan hvorn dag 

 Rebif, er sprautað þrisvar í viku undir húð

Geymsla lyfs

Geymið ekki lyfin við hærra hitastig en 25°C. Má ekki frjósa. Annars:

Avonex: Gefa skal AVONEX strax eftir að stungulyfsstofninn hefur verið leystur upp. Uppleyst lyf má þó geyma við 2°C-8°C í allt að sex klst fyrir inndælingu. 

Betaferon: Þegar lyfið hefur verið blandað er mælt með að það sé notað tafarlaust. Þó hefur verið sýnt fram á að efna- og eðliseiginleikar þess haldist óraskaðir í 3 klukkustundir við 2-8°C. 

Rebif: Geymið í kæli (2°C-8°C), setjið það ekki nálægt frystihólfinu. Geymið í upprunalegum umbúðum til varnar gegn ljósi. Ef nauðsynlegt er getur sjúklingurinn tekið Rebif úr kæli og geymt það við ekki hærri hita en 25°C í eitt stakt tímabil í allt að 14 daga. Rebif verður síðan að setja í kæli aftur og nota fyrir fyrningardagsetningu. 

Verkun

Lyfin fækka köstum um 30% og draga úr alvarleika kasta auk þess að lengja tímabil á milli kasta.

Virkni

Interferon eru flokkur náttúrulegra glýkópróteina, sem gædd eru ónæmisstýrandi, veirudrepandi og frumubælandi eiginleikum og hefur bæði örvandi og dempandi áhrif á ofnæmiskerfið.

Aukaverkanir

Þær aukaverkanir sem oftast koma fram eru inflúensulík einkenni (sótthiti, kölduhrollur, liðverkir, slappleiki, sviti, höfuðverkur eða verkur í vöðvum) og óþægindi á stungustað. Margir taka verkja- og hitalækkandi lyf með. 

Í upphafi meðferðar er mikið um aukaverkanir en að jafnaði dregur úr þeim þegar meðferðinni er haldið áfram. Misjafnt er hvernig MS-sjúklingar upplifa þessi einkenni; sumir finna ekki fyrir neinu, aðrir finna fyrir einkennum á þeim degi sem sprautað er og enn aðrir upplifa stöðuga vanlíðan. Þá er reynt að leita annarra lausna.

Frábending

Frábendingar eru konur á meðgöngu og fólk með alvarlegt þunglyndi.

Eftirlit

 

Biðtími ef skipta þarf um lyf

Enginn biðtími á milli betaferonlyfja en allt að 3 mánuðir sé meðferð með Tysabri eða Gileyna hætt.

Fyrst notað á Íslandi

Voru tekin í notkun á Íslandi á árunum 1998-1999. Interferon-lyfin voru fyrstu sértæku MS-lyfin í boði fyrir MS-sjúklinga en áður höfðu aðallega verið gefnir sterar í háskömmtum til að milda áhrif kasta. Fyrst hlaut Betaferon markaðsleyfi í Evrópu í nóvember 1995, næst kom Avonex í mars 1997 og síðast Rebif í maí 1998.

Öryggiskort

AvonexLæknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi öryggiskort um Avonex/Betaferon/Rebif sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa ávallt á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir. 

 

  

Betaferon

 Rebif

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um lyfin

Samantekt á eiginleikum Avonex (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 02.08.2016, sjá hér

Samantekt á eiginleikum Betaferon (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 09.08.2016, sjá hér

Samantekt á eiginleikum Rebif (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 13.08.2015, sjá hér

Mikilvægar öryggisupplýsingar vegna Avonex, Betaferon og Rebif, 02.09.2014, sjá hér

Annað

Sjúklingar á ónæmisbælandi MS-lyfjum mega fá bóluefni sem ekki eru lifandi (á við flensusprautuna). Bólusetning með lifandi bóluefnum er ekki æskileg meðan á meðferð stendur og í allt að 4-6 mánuði eftir að meðferð lýkur. Spyrjið alltaf heilbrigðisstarfsmann fyrir bólusetningu hvort bóluefnið sé lifandi eða ekki.

Þar sem lengsta reynslan er af interferon-lyfjunum og þau ekki talin hafa alvarlegar aukaverkanir í för með sér, hafa þau verið gefin sem fyrsta meðferð áður en nýrri og kraftmeiri MS-lyf eru reynd. Einhverjir sjúklingar mynda mótefni vegna lyfjanna þannig að lyfin hætta að hafa áhrif en mörgum reynast interferon-lyfin vel og eru á lyfinu þrátt fyrir nýrri lyf. Að jafnaði er miðað við að MS-sjúklingar noti interferon-lyfin í a.m.k. 2 ár áður kröftugri lyf eru reynd, að uppfylltum klínískum leiðbeiningum þeirra lyfja og mati taugalæknis.

 

 

 

BB/október 2017