Það er eðlilegt að vera fær um að skipuleggja og framkvæma ýmsar athafnir, svo sem að klæða sig, laga til heima hjá sér, kaupa inn eða sækja félagslega viðburði.

Að byrja á verkefni eða athöfn er hins vegar ekki það sama og að halda áfram með eitthvað sem maður er byrjaður á. Þessum tveimur aðgerðum er stjórnað frá mismunandi stöðum í heilanum og því ekki beintengdar. Einstaklingur getur verið vel fær um að halda áfram með eitthvað sem honum er komið af stað með þó honum sé ómögulegt að byrja á einhverju nýju.

Þetta getur verið mjög ergilegt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi ef þeir skilja ekki vandamálið. Þeir telja jafnvel að einstaklingurinn sé latur, geri of miklar kröfur eða geri alltaf ráð fyrir að aðrir geri það sem þarf að gera.

 

Góð ráð:

  • Upplýsingar og þekking á því að skortur á frumkvæði getur verið MS-einkenni, eykur skilning, umburðarlyndi og viðurkenningu á vandanum.
  • Það getur hjálpað að hugsa um vandamálið sem truflun eða skort af ákveðnu frumkvæði einstaklingsins. Þá getur verið gagnlegt að nota einhvers konar stikkorð, sem fjölskyldan getur komið sér saman um, til að koma verkefni af stað.
  • Áminning með síma eða vekjaraklukku getur hjálpað til við að muna hluti, s.s. að taka lyf eða vinna verkefni eftir lista. Með viðvarandi endurtekningu getur skapast góð venja.
  • Að leita nýrra lausna við athafnir daglegs lífs með því t.d. að finna einhvern annan en maka einstaklingsins til að aðstoða hann við morgunverkin, svo sem nágranna, einhvern fjölskyldumeðlim eða fagaðila.
  • Maki getur þurft á faglegri aðstoð að halda til að takast á við ný hlutverk í sambúðinni.