Tegund meðferðar

Fyrsta-meðferðar lyf við MS í köstum.

Hve oft gefið

Taka á 2 töflur á dag með mat, þ.e. ein tafla tvisvar á dag. Upphafsskammtur er 120 mg tvisvar á dag en eftir 1-2 vikur er skammtur aukinn að ráðlögðum skammti, 240 mg tvisvar á dag.  

Geymsla lyfs

Geymið ekki við hærri hita en 30°C. Geymið þynnurnar í ytri umbúðum til varnar gegn ljósi. 

Virkni

Lyfið fækkar köstum um rúmlega 50% og hægir á fötlun um 38% skv. DEFINE-rannsókn.

Verkun

Tecfidera dregur úr virkni og áhrif bólgufrumna í miðtaugakerfinu og hefur taugaverndandi áhrif. 

Aukaverkanir

Helstu aukaverkanir eru húðroðaköst, kviðverkir, ógleði og niðurgangur. Aukaverkanirnar eru algengastar í upphafi en minnka eða hverfa með tímanum þó einkenni geti komið af og til á meðan á meðferð stendur. Þol gegn húðroða eða aukaverkunum frá meltingarvegi kann að aukast með því að taka Tecfidera inn með fæðu

Þrjú PML-tilfelli. Samnefnari eitilfrumnafæð og ekki önnur ónæmisbælandi meðferð. Því þarf að fylgjast vel með hvítfrumum og lifrargildum í blóði. 

Nýtt lyf – aukaverkanir geta enn komið fram 

Frábending

Konur á barneignaraldri þurfa að nota viðeigandi getnaðarvarnir á meðan þær taka Tecfidera og þungaðar konur eða konur með barn á brjósti ættu ekki að taka Tecfidera.

Eftirlit

Fylgjast þarf vel með hvítfrumum og lifrargildum með reglulegum blóðrannsóknum. Ef sjúklingur fær alvarlega sýkingu skal íhuga að hætta meðferð með Tecfidera og endurmeta ávinning og áhættu áður en meðferð er hafin að nýju.

Fyrst notað á Íslandi

Á Íslandi frá 2014. 

Öryggiskort

TecfideraLæknir eða hjúkrunarfræðingur mun afhenda sjúklingi öryggiskort um Tecfidera sem nauðsynlegt er að kynna sér vel, hafa ávallt á sér og framvísa við allar læknisheimsóknir.

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um lyfið

Samantekt á eiginleikum Tecfidera (EMA/Lyfjastofnun), uppfært 22.08.2016, sjá hér

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins, uppfært (ódagsett), sjá hér (bls. 31-37)

Umsagnir EMA, lyfjastofnunar Evrópu, uppfært 15.06.2017, sjá hér

Mikilvægar öryggisupplýsingar til að lágmarka áhættu PML-heilabólgu, 25.11.2015, sjá hér 

Annað

Sjúklingar á Tecfidera mega fá bóluefni sem eru ekki lifandi (á við flensusprautuna). Bólusetning með lifandi bóluefnum er ekki æskileg meðan á meðferð stendur og í allt að 4 mánuði eftir að meðferð lýkur. Spyrjið alltaf heilbrigðisstarfsmann fyrir bólusetningu hvort bóluefnið sé lifandi eða ekki.

Lyfið hefur áður verið notað gegn psoriasis. Var einnig notað undir heitinu BG-12.

 

 

 

BB/október 2017