Dag- og göngudeild taugalækninga LSH

Símatími dag-og göngudeildar taugalækninga LSH er á opnunartíma deildarinnar frá kl. 8-15 alla virka daga.

Á símatíma er hægt að hringja í ritara í síma 543 4010, 543-4105 eða í beint númer LSH, 543 1000. Ritarinn tekur á móti skilaboðum og ef boða þarf forföll eða óska eftir tímabreytingum. Einnig er hægt að fá hjá ritaranum upplýsingar um símatíma lækna taugadeildar. Upplýsingar um símatíma annarra taugalækna má fá hjá læknastofu eða starfstöð viðkomandi.

Á sama tíma er hægt að hringja beint í MS-hjúkrunarfræðinginn Jónínu Hallsdóttur í síma 825 5149. Einnig er hægt að senda Jónínu skilaboð með tölvupósti á netfangið johalls@landspitali.is.

Eftir lokun dag- og göngudeildar

Eftir lokun deildarinnar kl. 15 eða um helgar er fólki bent á að hafa samband við læknavaktina í síma 1700 eða við síðdegisvaktir heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu eða í heimabyggð.

Sé um alvarleg veikindi að ræða er hægt að hringja í aðalnúmer LSH 543 1000, fara á bráðamóttöku LSH í Fossvogi eða á næstu sjúkrastofnun.

Heilsugæslan og Læknavaktin

Upplýsingar um þjónustu og opnunartíma heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu má fá hér. Upplýsingar um þjónustu og opnunartíma Læknavaktarinnar má fá hér.

 

MS-kast er sjaldan bráðatilfelli nema um lömun eða sjóntruflanir sé að ræða. Ef gömul (þekkt) einkenni koma fram, skal huga að hvort verið geti að um hugsanlega sýkingu, s.s. þvagfærasýkingu, kvef eða hita sé að ræða sem framkalli eða auki viðvarandi MS-einkenni.

 

 

Hjúkrunarfræðingar á taugalækningadeild LSH

  • Jónína Hallsdóttir
  • Ágústa Áróra Þórðardóttir
  • Jónína Hafliðadóttir

 

Taugalæknar á taugalækningadeild LSH

  • Anna Bryndís Einarsdóttir, yfirlæknir
  • Albert Páll Sigurðsson
  • Ágúst Hilmarsson
  • Enchtuja Bold Suchegin
  • Gylfi Örn Þormar
  • Haukur Hjaltason
  • Ólafur Árni Sveinsson (einnig á Læknastöðinni í Mjódd)
  • Ólöf Elíasdóttir
  • Vala Kolbrún Pálmadóttir
  • Þorgeir Gestsson

 

Taugalæknar á Barnaspítala Hringsins, fyrir ungmenni undir 18 ára

  • Brynja Kristín Þórarinsdóttir
  • Laufey Ýr Sigurðardóttir
  • Margrét Dís Óskarsdóttir
  • Ólafur Thorarensen
  • Sigurður Einar Marelsson

 

Taugalæknar á stofu

  • Anna B Óskarsdóttir, Lækning Lágmúla 5, 108 Reykjavík, s. 590 9200
  • Guðrún Rósa Sigurðardóttir, Læknasetrið í Mjódd, s. 535 7700
  • Ólafur Árni Sveinsson, Læknasetrið í Mjódd, s. 535 7700 (einnig á taugalækningadeild LSH)
  • Ólöf Halldóra Bjarnadóttir, Lækning Lágmúla 5, s. 590 9200
  • Páll Ingvarsson, Grensásdeild LSH

 

Taugalæknar á landsbyggðinni

  • Gunnar Friðriksson, Akureyri