Á næstu vikum mun Samskiptastöðin sjá um félagsráðgjöfina fyrir okkur. Til að panta tíma er best að hafa samband við skrifstofu á opnunartíma í síma 568 8620 eða senda tölvupóst á msfelag@msfelag.is og við verðum í sambandi.

 

---

MS félagið býður félögum með MS og nánum aðstandendum þeirra upp á ráðgjöf og stuðning hjá Maríu Rúnarsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðingi. Viðtölin geta farið fram í viðtalsherbergi MS-félagsins, í síma eða í fjarfundarbúnaði. Gott er að taka fram þegar viðtal er bókað ef óskað er eftir símaviðtali eða fjarfundi.

Smelltu hér til að bóka viðtal - Bóka viðtal 

 

Þjónusta félagsráðgjafa MS-félagsins

  • Stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldur
  • Ráðgjöf um félagslega þjónustu og réttindi í veikindum
  • Aðstoð við gerð umsókna, bréfaskriftir og samskipti við stofnanir
  • Námskeið fyrir MS greinda og fjölskyldur þeirra

 

Lógó ReykjavíkurborgarÞjónusta félagsráðgjafans er kostuð af Reykjavíkurborg og er félögum því að kostnaðarlausu.

 

María Rúnarsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins.​ Mynd af Maríu Rúnarsdóttur félagsráðgjafa

María útskrifaðist sem félagsráðgjafi frá Háskóla Íslands árið 1998.  Hún hefur víðtæka þekkingu á félagslegri þjónustu og réttindum og þjónustu við fatlað fólk sem þarf langvarandi stuðning. María útskrifaðist sem fjölskyldufræðingur vorið 2022 þar sem hún gerði lokaverkefni um áhrif langvinnra veikinda á fjölskylduna og mikilvægi ráðgjafar og stuðnings við fjölskylduna alla.

María starfar jafnframt á Samskiptastöðinni þar sem hún veitir einstaklingum, pörum og fjölskyldum ráðgjöf og meðferð. Hún er einnig í samstarfi við Parkinsonsamtökin um stuðningsviðtöl og félagsráðgjöf. 

Tölvupóstfang Maríu er maria@msfelag.is

 

Tímapantanir

Í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 er góð aðstaða í notalegu viðtalsherbergi.

 

Viðtölin eru í boði á miðvikudögum. Hægt er að panta tíma:

 

Mikilvægt er að tilkynna um forföll eigi síðar en kl. 12 daginn fyrir viðtal með því að: