Ofurkæti eða tilefnislaus bjartsýni er andlegt ástand þar sem bjartsýni og gleði er í hróplegu ósamræmi við raunverulegt ástand. Einstaklingur með MS getur verið mjög óraunsær á hvað hann raunverulega getur. Hann skortir eða hefur brenglaða skynjun á eigin veikindum og stríðir við hugræn einkenni, eins og minniserfiðleika og skort á einbeitingu og yfirsýn.

Sumir einstaklingar telja tilefnislausa bjartsýni vera „þægilegt einkenni“ sem komi í veg fyrir að þeir séu eða verði sorgmæddir og leiðir. Hins vegar upplifir nánasta fjölskylda og fagfólkoft alvarleg vandamál í tengslum við ofurkæti, sérstaklega þegar viðkomandi ofmetur getu sína í aðstæðum þar sem aðrir eru háðir honum.

 

Góð ráð:

  • Það krefst oft auka viðleitni að hjálpa fólki sem haldið er ofurkæti þar sem það kemur ekki auga á eigin vandamál.
  • Ættingjar einstaklinga sem haldnir eru ofurkæti, þá sérstaklega börn þeirra, gætu þurft á stuðningi og ráðgjöf að halda frá fólki sem þekkir vel til sjúkdómsins. Einnig getur samvinna við barnasálfræðing verið gagnleg.