Námskeið fyrir ungt fólk

NÁMSKEIÐ

 

MS-félagið býður upp á ýmis námskeið fyrir fólk með MS, maka, börn og foreldra þeirra. Þar á meðal eru námskeið sem sérstaklega eru ætluð nýgreindum einstaklingum.

Námskeiðin eru haldin eftir þörfum, með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist.

Nauðsynlegt er að skrá sig á skrifstofu félagsins í síma 568 8620 eða með tölvupósti á msfelag@msfelag.is ef áhugi er fyrir námskeiði. Þegar nægilega margar skráningar hafa borist er viðkomandi námskeið tímasett og samband haft við þátttakendur.

 

Ítarlegri námskeiðslýsingar koma fram þegar smellt er á námskeiðsheitið:

 

Námskeið fyrir nýgreinda

Námskeið fyrir foreldra

Námskeið fyrir maka

Námskeið fyrir börn MS-greindra

 

Öll námskeið í boði

 

(setja inn slóðir)