Karfan er tóm.
- Sjúkdómurinn
- Lifað með MS
- Þjónusta
- Útgáfa
- Um félagið
- Styrkja starfið
- Vefverslun
Karfan er tóm.
Dagskrá:
Hrefna Óskarsdóttir iðjuþjálfi verður með fyrirlestur um orkustjórnun, temprun.
Fyrirlestur sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Hrefna vinnur á Reykjalundi og hefur mikla reynslu af endurhæfingu, þjálfun og ráðgjöf og kann ýmis góð trix fyrir okkur til að vinna betur með okkar orku sem skilar sér í innihaldsríkari dögum.
Eftir fyrirlesturinn mun Berglind Bára Bjarnadóttir framkvæmdastjóri kynna nýtt fræðslukerfi sem MS-félagið er að taka í notkun og vígja það með sýnishorni af fyrsta fræðsluerindinu sem er streitustjórnun.
Viðburðurinn verður í lokuðu streymi fyrir félagsmenn. Félagsmenn fengu sendan tölvupóst í dag með slóð inn á viðburðinn.
Eftir fyrirlestur og kynningu á nýju fræðslukerfi munu hóparnir Hvellur og Skellur hittast og hafa gaman.
Sjáumst hress á morgun á Sléttuvegi 5.