Velkomin í rafræna fræðslu MS- félagsins og Akademias.

Þeir félagsmenn sem voru með sín netföng skráð hjá félaginu hafa fengið sendar leiðbeiningar hvernig þeir skrá sig inn í fræðslukerfið. Fyrir þá sem ekki hafa fengið póst koma leiðbeiningar hér að neðan.

Loggið ykkur inn með rafrænum skilríkjum inn á:

msfelagid.avia.is eða skannið QR-kóðann fyrir neðan og njótið.

Námskeið nóvembermánaðar er: Streitustjórnunarsprettur

 

Við tökum forskot á sæluna og kynnum nóvember námskeið í dag. Og er þetta ekki einmitt ekta veður til að taka í notkun rafrænt fræðslukerfi.

Njótið þess að horfa og fræðast - já kannski bara uppi í sófa, undir teppi með heitan kaffi- eða kakóbolla😍