30.12.2022
Spjallhópurinn SMS er til staðar á Suðurnesjunum og hittist hópurinn fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 19:30 í Sjálfsbjargarheimilinu, Suðurgötu 12, Keflavík. Miðvikudaginn 4. janúar heimsækja fulltrúar MS-félagsins hópinn ásamt Maríu félagsráðgjafa. Léttar veitingar í boði. Vonumst til að sjá sem flesta félaga á Suðurnesjum.