Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
16.09.2021
MS-félag Íslands hefur nú hrint af stað sinni árlegu símasöfnun þar sem fólk er beðið um að styrkja félagið. Fyrir 5.000,- kr. framlag fær fólk sent borðdagatal með myndum eftir Eddu Heiðrúnu Backman ásamt greiðsluseðli.
02.09.2021
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir nýgreinda í haust. Markmið með námskeiðunum er að fólk fræðist um MS, kynnist öðrum og fái stuðning.
25.08.2021
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir lok september.
06.08.2021
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir börn MS-greindra helgina 28-29. ágúst með eftirfylgni fimmtudaginn 2. september ef næg þátttaka næst.
22.07.2021
Að deginum standa alþjóðleg samtök taugalæknafélaga (The World Federation of Neurology - WFN) og í samstarfi við Alþjóðasamtök MS-félaga (MS International Federation - MISF) er kastljósinu nú beint að MS sjúkdómnum með það að markmiði að auka vitneskju og vitund um MS.
01.07.2021
Skrifstofa MS-félags Íslands verður lokuð á tímabilinu 1. júlí til 2. ágúst vegna sumarleyfa. Opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst klukkan 10.
25.06.2021
Þátttakendur á sjósundsnámskeiði ætla að halda áfram að hittast í Nauthólsvík á mánudögum klukkan 16:30 og bjóða alla velkomna að slást í hópinn!
16.06.2021
Það var kalt og gott í Nauthólsvíkinni þessa vikuna en nokkrir MS félagar mættu til sunds á námskeiði hjá sjósundskappanum Benedikt Hjartarsyni.
03.06.2021
Hjördís Ýrr Skúladóttir, formaður og Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins tóku í gær á móti höfðinglegum styrk frá VÍS.
30.05.2021
Gleðilegan alþjóðadag MS. Það er vor í lofti og aukin bjartsýni ásamt gleði streymir yfir öllu þessa dagana. Það er ljúft að finna fyrir þessari bjartsýni en ekki síður gott að nýta sér hana sem meðbyr í glímunni við MS.