Umsóknir fyrir vorönn skulu berast fyrir 31. janúar.

Umsóknir fyrir haustönn skulu berast fyrir 30. september.

Úthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, í febrúar og í október.

 

Styrkir eru veittir í eftirfarandi flokkum:

a) Einstaklingar með MS

i) Útfararstyrkur

ii) Styrkur vegna þátttöku í keppni

iii) Styrkur til að sækja ráðstefnu sem tengist MS-sjúkdómnum

iv) Styrkur til að taka þátt í ráðstefnu (flytja erindi) sem tengist MS-sjúkdómnum

v) Dvöl á heilsustofnun

vi) Neyðaraðstoð

 

b) Námssjóður fyrir 18 ára og eldrieinstaklinga með MS

i) Skólagjöld

ii) Námsbækur

iii) Námskeið sem eru hluti af námi

iv) Annað sem styrkir einstakling á annan hátt til náms.

 

c) Fagaðilar og nemar

i) Verkefni og rannsóknir sem tengjast MS-sjúkdómnum

ii) Meistara- eða doktorsverkefni háskólanema sem tengjast MS-sjúkdómnum

 

d) Stofnanir sem þjónusta fólk með MS

i) Tækjakaup

ii) Verkefni sem gagnast fólki með MS

 

Í flokki a og b eiga einungis rétt til úthlutunar skuldlausir félagar í MS-félaginu.

Hægt er að sækja um styrk að nýju tveimur árum eftir úthlutun.

Fyrir flokka a, b og c er að hámarki hægt að hljóta styrk þrisvar.

Ekki eru takmörk á fjölda skipta sem hægt er að hljóta styrk fyrir í flokki d.

 

Með umsókn skal senda afrit af reikningum fyrir útlögðum kostnaði.

Fyrir styrki í flokkum a og b skal einnig senda stutta lýsingu hvers vegna sótt er um styrk.

Fyrir styrki í flokkum c og d skal senda greinargóða lýsingu á verkefni og hvernig það kemur til með að nýtast í þágu einstaklinga með MS og einnig greinargerð um framkvæmd verkefnis og fjárhagsuppgjör að því loknu eða eigi síðar en einu ári eftir styrkveitingu.

 

Sækja um styrk