Aðalfundur MS-félags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 9. maí kl. 17:00 í MS-húsinu að Sléttuvegi 5 í Reykjavík bæði sem staðfundur og fjarfundur. Húsið opnar kl. 16:30.

Dagskrá fundar:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

Í ár eru formaður, 2 aðalmenn og einn varamaður í kjöri til stjórnar og eru félagar hvattir til að bjóða sig fram. Allir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára.

Þá eru félagar hvattir til að gefa kost á sér í ritnefnd MS-blaðsins, viðburðanefnd og ungmennaráð, sjá hér fyrir neðan.

Tilkynna skal um öll framboð til skrifstofu eigi síðar en viku fyrir aðalfund, gjarnan með því að skrá sig hér eða senda tölvupóst á netfangið msfelag@msfelag.is og gefa upp fullt nafn, kennitölu og tölvupóstfang.

Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa félagar sem eru skráðir í félagið eigi síðar en viku fyrir fundinn.

Félagar sem ætla að sækja fundinn sem fjarfund verða að skrá sig hér fyrirfram fyrir miðnætti 7. maí.

Veitingar í boði félagsins. Hvetjum félaga um land allt til að taka þátt.

Virðingarfyllst,
Stjórn MS-félags Íslands

 

Hlekkur á framboðsform

Hlekkur á skráningarform fyrir fjarfund

 

Hlutverk og starf nefnda og ráða

Ritnefnd MS-blaðsins: Hlutverk ritnefndar MS-blaðsins er að afla greina í blaðið og móta stefnu þess í samvinnu við ritstjóra. MS-blaðið kemur út tvisvar á ári, að vori og hausti og er sent til félaga, kostenda og fagaðila og er einnig aðgengilegt í rafrænu formi á heimasíðu.

Viðburðanefnd: Viðburðanefnd stendur fyrir ýmsum uppákomum í félagsstarfinu og er stjórn og starfsfólki einnig til aðstoðar við fasta viðburði á vegum félagsins. Hér má nefna t.d. margvíslegar kynningar og fyrirlestra, föndurkvöld, páskabingó og jólaskemmtun.

Ungmennaráð: Hlutverk ungmennaráðs er að vera félaginu til ráðgjafar og taka þátt í mótun stefnu fyrir yngra fólk í félaginu ásamt því að vera fulltrúar félagsins í ungmennaráðum og öðru starfi fyrir yngra fólk í regnhlífarsamtökum þeim sem félagið á aðild að, innlendum og erlendum. Ungmennaráð fer einnig fyrir félagshópnum ‚Skellur MS‘ sem í eru einstaklingar á aldrinum 18-35 ára. Tilgangur hópsins er að gefa fólki vettvang til að fræðast, deila reynslu, kynnast fólki og hafa gaman. Hópurinn stendur gjarnan fyrir viðburðum á borð við kaffihúsakvöld, keiluferðum og fleira, þegar aðstæður leyfa.