Nú er komið að því að taka upp þráðinn síðan í vor. Hornsófinn fer aftur af stað þann 3. október og verður á dagskrá í vetur í MS-húsinu fyrsta og þriðja fimmtudag í mánuði milli klukkan 16 og 18.
Á ECTRIMS 2019 voru kynntar niðurstöður nýrra rannsókna sem sýna fram á frekari gagnsemi Mayzent (siponimod), umfram það sem áður hefur verið sýnt fram á.
Fyrir tæpu ári síðan tóku 234 einstaklingar með MS þátt í rannsókn Aðalbjargar Albertsdóttur hjúkrunarfræðings, vegna lokaverkefnis hennar til meistaragráðu í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri, að kanna algengi svefntruflana hjá fólki með MS.
Google hefur nú útilokað með öllu auglýsingar á leitarvél sinni frá fyrirtækjum sem selja stofnfrumu-, frumu- og erfðatæknimeðferðir sem enn eru á tilraunastigi.
Opið er fyrir umsóknir í styrktarsjóð MS-félagsins, sem styrkir ungt fólk með MS-greiningu til náms. Umsóknir fyrir haustönn 2019 skulu berast fyrir lok september.
Máttleysi er algengt MS-einkenni. Máttleysið getur verið íþyngjandi en einnig það vægt að einstaklingurinn finnur einungis fyrir vægri klaufsku í útlimum við áreynslu.