Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
03.07.2019
Skrifstofa MS-félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með fimmtudeginum 11. júlí til og með þriðjudagsins 6. ágúst. GLEÐILEGT SUMAR !
02.07.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
29.06.2019
Verður þú stundum þreytt/ur í fótum, jafnvel alveg við það að gefast upp, en langar til að sjá og gera svo miklu meira? Lestu þá um þessa léttu og handhægu rafskutlu og um tilboð á rafskutlu og rafmagnshjólastól sem eru í gangi núna.
20.06.2019
Jafnvægistruflanir hjá MS-greindum geta stafað af MS-sárum í litla heila, þ.e. valdið truflunum á samskiptum á milli litla heila og líkamans, og vegna óbeinna áhrifa annarra MS-einkenna.
12.06.2019
Hluti styrkja sem söfnuðust í Reykjavíkurmaraþoninu 2014 og 2015 runnu sérstaklega til gerð fræðslubæklinga sem hlutu Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2018
06.06.2019
Ferðafélagið Útivist hefur unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir hreyfihamlaða í útivistarparadísinni, Básum á Goðalandi. Stórir og miklir pallar eru á milli skála, fláar víða, salerni með stoð og handföngum og rúmstæði á neðri hæð.
02.06.2019
Ef þú ert með MS-greiningu og hafir þú skipt frá handknúnum hjólastól yfir í rafknúinn hjólastól (rafknúinn að öllu leyti) á síðustu 3 árum, viljum við gjarnan heyra frá þér.
02.06.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
30.05.2019
Sumarhátíð MS-félagsins var að venju haldin í sól og sumaryl á Sléttuveginum í tilefni Alþjóðadags MS. Virkilega skemmtilegur eftirmiðdagur með góðu fólki, góðum skemmtiatriðum og góðum veitingum. Kærar þakkir fyrir komuna góðu gestir og bestu þakkir til allra þeirra er lögðu hönd á plóg.
27.05.2019
Alþjóðadagur MS er 30. maí og er honum fagnað með sumarhátíð MS-félagsins 29. maí. Yfirskrift dagsins er Hin ósýnilegu einkenni MS.