Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór á laugardaginn í blíðskaparveðri söfnuðust 1.540.000 krónur. MS-félagið þakkar öllum sem að komu kærlega fyrir stuðninginn. Hann er ómetanlegur.
Í Morgunblaðinu í morgun er að finna grein eftir Bergþóru Bergsdóttur, fræðslufulltrúa MS-félagsins, sem ber yfirskrifina Var prinsessan á bauninni með MS? – Hin ósýnilegu einkenni MS.
Fræðist hér um hin ósýnilegu einkenni MS sem eru líklegri til að mæta skilningsleysi og fordómum frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum heldur en hin sýnilegu og flestum skiljanleg. MS-SJÚKDÓMURINN ER ÁSKORUN – FRÆÐSLA EYKUR SKILNING.
Íris Eik Ólafsdóttir er félagsráðgjafi MS-félagsins. Það er um að gera að nýta sér margþætta þjónustu hennar sem er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra endurgjaldslaus.
Í fréttatilkynningu evrópsku lyfjastofnunarinnar EMA frá 26. júlí sl. er mælt með því að hvorki þungaðar konur með MS noti Gilenya né þær konur sem ekki nota örugga getnaðarvörn.
Verður þú stundum þreytt/ur í fótum, jafnvel alveg við það að gefast upp, en langar til að sjá og gera svo miklu meira? Lestu þá um þessa léttu og handhægu rafskutlu og um tilboð á rafskutlu og rafmagnshjólastól sem eru í gangi núna.