Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
20.12.2019
Jólastyrkveiting Góða hirðisins fór fram þann 19. desember í versluninni, Fellsmúla 28 og hlaut MS-félag Íslands styrk að fjárhæð kr. 750.000, en samtals var 18,5 milljónum úthlutað til 22 verkefna.
18.12.2019
ELKO styrkir góðgerðarsamtök í aðdraganda jólanna. MS-félagið fékk afhenta afar rausnarlega tækjagjöf í morgun frá fyrirtækinu.
17.12.2019
Helgi Seljan, fyrrverandi alþingismaður og heiðursfélagi MS-félagsins, er látinn, 85 ára að aldri.
09.12.2019
Kvenfélag Garðabæjar veitti MS-félaginu rausnarlegan styrk á árlegum jólafundi sínum þann 3. desember s.l.
06.12.2019
Dregið hefur verið úr innsendum réttum lausnum krossgátu í 2. tbl. MS-blaðsins 2019. Lausnarorðið er "JAFNVÆGI"
02.12.2019
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.
28.11.2019
Árlegt jólaball MS-félagsins verður haldið laugardaginn 7. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Aðgangur ókeypis en skráning nauðsynleg.
20.11.2019
Í MS-blaðinu sem sent var til félagsmanna í haust er að finna verðlaunakrossgátu. Í krossgátunni er að finna lausnarorð – málshátt – sem verðlaun verða veitt fyrir lausn á. Verðlaunin eru ekki af verri endanum – dagatal MS-félagsins fyrir árið 2020 með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.
18.11.2019
Senn líður að jólum. Við ætlum að hafa kósý jólastemmingu fyrir félagsmenn í skammdeginu miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17-19. Hægt verður að búa til einfaldan grenikrans (efniskostnaður kr. 3000/skraut ekki innifalið), hlusta á jólalög eða bara spjalla saman og gæða sér á heitu súkkulaði og smákökum.
08.11.2019
Sala er hafin á jólakorti ársins, sem í ár skartar verkinu Hortensía eftir Pétur Gaut. Höfum einnig til sölu plaköt eftir tveimur myndum Eddu Heiðrúnar Backman, "Í hásal vinda" og "Húmar að". Þá er ótalið borðdagatal fyrir árið 2020, einnig með myndum Eddu Heiðrúnar Backman.