MS-félagið í Ástralíu, MS Australia, gaf út myndband um hin ósýnilegu einkenni MS í tilefni af alþjóðadegi MS, 30. maí. Myndbandið er með íslenskum undirtexta.

Í myndbandinu, sem er um 2 mínútur að lengd, talar Sonia, kona með MS, við okkur um hin margvíslegu ósýnilegu MS-einkenni. Mörg einkenni MS-sjúkdómsins eru ósýnileg eða vekja ekki athygli, og mætir hinn MS-greindi því ýmsum fordómum frá samfélaginu, m.a. frá fjölskyldu, vinum og vinnufélögum, sem byggja á vanþekkingu og/eða skilningsleysi.

Fræðsla eykur skilning og er myndbandinu ætlað að auka skilning fólks á nokkrum þeim áskorunum sem MS-greindir mæta í daglegu lífi. Myndbandið var framleitt í nánu samráði við fólk með MS, og eru þeirra eigin orð notuð í myndinni.  

 

Framleiðandi myndbands: Mark Campell, framkvæmdastjóri starfrænnar miðlunar MS Australia

Íslenskur undirtexti: Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi MS-félagsins

 

Slóð á myndbandið á YouTube er hér

(til að fá upp íslenskan undirtexta, veldu stillingar hnappinn neðst hægra megin á myndskjánum, þar undir skjátextar og að lokum íslenska.)

 

Slóð á myndbandið á fésbókinni er hér

(til að fá upp íslenskan undirtexta, veldu stillingar hnappinn neðst hægra megin á myndskjánum og smelltu á litla táknið við hlið Myndatexti sem verður þá blár eða smelltu á cc-táknið efst hægra megin á myndskjánum.)

 

 

Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi

 

Frekari fróðleikur: