Að venju stóð MS-félagið fyrir jólaballi í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Margmenni mætti - yfir 100 börn, foreldrar þeirra, afar og ömmur ...... og ekki síst tveir jólasveinar, þeir bræður Giljagaur og Kertasníkir.
Á undaförnum vikum hefur staðið yfir fjáröflun til styrktar starfsemi félagsins þar sem úthringifyrirtæki hefur hringt fyrir okkar hönd og óskað eftir framlagi gegn fallegu borðalmanaki 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Bachman.
Í gær, á alþjóðadegi fatlaðs fólks, tóku Bergþóra Bergsdóttir fræðslufulltrúi og Ingdís Líndal framvæmdastjóri, fyrir hönd MS-félagsins, á móti Hvatningarverðlaunum ÖBÍ fyrir gerð fræðslubæklinga um MS-sjúkdóminn sem gefnir voru út vorið 2017.
Að venju stendur MS-félagið fyrir jólaballi og verður það haldið laugardaginn 8. desember n.k. kl. 14-16 í Safnaðarheimili Grensáskirkju. Húsið opnar kl. 13:45.
Hægt er að kaupa jóla-/tækifæriskort ársins 2018 með mynd Dereks K. Mundell og borðalmanak 2019 með vatnslitamyndum Eddu Heiðrúnar Backman víða um land.