Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari hjá Styrk, hefur sett upp dagatal með fjölbreyttum æfingum fyrir hvern dag mánaðarins.

Í næstu viku er stefnan sett á að setja inn fleiri æfingaáætlanir fyrir mismunandi getustig og einnig myndbönd til að stuðla að því að fólk haldi áfram að hreyfa sig og æfa heima á meðan á samkomubanni vegna COVID-19 stendur.

 

 

 

 

Þá er furðulegasti apríl sem ég man eftir genginn í garð. Allar líkamsræktar stöðvar lokaðar og allir æfingatímar komnir í dvala.

Nú reynir á sem aldrei fyrr að hugsa vel um sig og skipuleggja sig betur.

Æfingarnar í apríl eru stuttar, einfaldar og nýja æfingu er að finna á hverjum degi. Þær eru þannig uppsettar að einungis er gerð 1x 10, 20 eða 30 endurtekningar af hverri æfingu.

Hægt er að BREYTA dagatalinu í FULLA ÆFINGU með því leika sér að dögunum 1-30.


Það er góð regla að byrja æfinguna alltaf á æfingu dagsins og búa svo til einhverja reglu úr tölum, vikunni eða ákveðnum dögum.

2 lotur af laugardeginum 4.
2 lotur af fimmtudeginum 9.
og enda svo á 4 lotum af sunnudeginum 26......


eða skrifa niður 10 handahófskenndar tölur.....


eða taka 4 hringi af öllum fimmtudögum mánaðarins.


Möguleikarnir eru nánast endalausir.

 

Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir um æfingarpakka sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is

Sigurður Sölvi

 

Blöðin með æfingunum eru þrjú  - tvö með fyrirfram ákveðnum æfingum, en á það þriðja getur þú sett upp þitt eigið æfingaplan.

Hér getur þú nálgast æfingaprógrammið fyrir apríl: 

 

Plan með myndum                       Plan með texta                       Autt plan

 

Ert þú til í áskorunina?

Þú prentar æfingaplanið út, hengir það upp eða setur á áberandi stað. Á hverjum degi gerir þú æfingu dagsins – þessa fyrirfram ákveðnu eða þá sem þú ert búin að skrifa á þitt eigið æfingaplan.

Í hvítu reitina getur þú skráð þín eigin persónulegu markmið. 

Í lok mánaðarins getur þú litið stolt/ur yfir mánuðinn og hlakkað til að byrja á æfingum þess næsta. Þeim verður deilt mánaðarlega á fésbókinni. 

Sigurður Sölvi er annar tveggja sem sér um hina geysivinsælu hópþjálfun fyrir fólk með MS hjá Styrk, Höfðabakka 9.