Landlæknir hefur uppfært leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu og áhættuhópa fyrir aukna áhættu á alvarlegri sýkingu, en þeir eru:

  • Ónæmisbælandi meðferð vegna gigtar- og sjálfsónæmissjúkdóma.
  • Langvinnir vöðva- og taugasjúkdómar með skerta lungnastarfsemi.
  • Barnshafandi konur.
  • Börn með undirliggjandi sjúkdóma.

Yfirlýsing alþjóðasamtaka MS (MSIF) um COVID-19 og fólk með MS, í kjölfar fundar framkvæmdastjórnar MSIF, lækna- og vísindanefndar MSIF, forseta TRIMS og samtaka starfsfólks sem vinnur við rannsóknir, hefur nú verið uppfærð.

Hér er að finna hlekk á yfirlýsinguna og ráð fyrir fólk með MS og fjölskyldur þeirra varðandi COVID-19 vírusinn, bæði á íslensku og ensku.  

 

 

Miðlun gagna um COVID-19 og fólk með MS 

Eftir því sem COVID-19 hefur breiðst út um heiminn hefur þörfin fyrir gögn um áhrif nýja kórónavírussins á fólk með MS stöðugt aukist. Þessar upplýsingar skipta sköpum fyrir fólk með MS og lækna fyrir ákvarðanatöku um hvernig meðhöndla eigi sjúkdóminn meðan á heimsfaraldrinum stendur eða ef COVID-19 sýking kemur upp.
 
MS Data Alliance og alþjóðasamtök MS-félaga með meðlimum sínum eru í fararbroddi um alþjóðlegt frumkvæði að miðlun gagna og skora á einstaklinga og samtök um allan heim MS-hreyfinguna að taka þátt. Við munum fylgjast með og birta fréttir og niðurstöður eftir því sem þær berast.

 

Hér er stutt upplýsingamyndband um átakið:

Í þeim löndum sem hafa sérstakar MS-skrár (MS register) er samvinna við þær um miðlun upplýsinga. Slíkri skrá er ekki til að dreifa hér á landi en sett hefur verið upp sérstök gátt þar sem bæði einstaklingar og læknar geta miðlað upplýsingum beint. Þær upplýsingar eru ekki eins ítarlegar og eru að sjálfsögðu nafnlausar og ekki hægt að rekja til einstakra aðila.

Einstaklingar geta tekið þátt hér      Læknar geta tekið þátt hér

Nú þegar er búið að skrá upplýsingar um yfir 1600 manns frá 30 löndum í gagnagrunninn.

Frekari upplýsingar og svör við algengum spurningum er að finna hér á heimasíðu gagnamiðlunarátaksins. 

 

 

 

Leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu

Uppfærð yfirlýsing og ráð frá MSIF á íslensku

Uppfærð yfirlýsing og ráð frá MSIF á ensku

COVID.is

 

Heimasíða MS Data Alliance

Heimasíða MSIF

Heimasíða gagnamiðlunarátaksins

 

Fyrri fréttir:

Frétt 13.3.2020

Frétt 4.3.2020

Frétt 12.2.2020

Mynd tekin af heimasíðu MSIF