Þá hefur fyrra tölublað MS-blaðsins litið dagsins ljós.

Hallur Pétursson, ljósamaður í Borgarleikhúsinu, mótorhjólagaur og rótari sem saumar út á kvöldin, er í forsíðuviðtalinu að þessu sinni. 

Svavar Sigurður Guðfinnsson segir frá stofnun Hvells, félagshóps fyrir einstaklinga með MS 35 ára og eldri og veltir upp hugmyndum að starfi hópsins. Áhugasöm eru hvött til að ganga í fb hóp Hvells https://www.facebook.com/groups/hvellur 

Sagt er frá niðurstöðum úr könnun sem ritnefnd í samstarfi við fræðslunefnd gerði um greiningu og þjónustu í tilefni af þema næsta alþjóðadags MS en það tengist greiningu sjúkdómsins undir yfirskriftinni 'Mín MS greining". 

Þá er sagt frá fundi fulltrúa félagsins með nýjum yfirlækni taugadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss og MS-teymi sjúkrahússins á dögunum.

Umfjöllun er um MS Setrið, aðstöðuna, starfið og þann góða anda og vinskap sem myndast milli fólks í Setrinu.

Dagbjört Anna Gunnarsdóttir segir frá starfi hópsins MS Eyjafjörður, en þau standa fyrir reglulegum fundum, stunda sjósund og lána félögum á svæðinu æfingahjól. 

Við þökkum ritnefnd og blaðamanninum Rögnu Gestsdóttur kærlega fyrir vel unnin störf.

 

MS-blaðið á rafrænu formi

 

Efnisyfirlit:

  • Formannspistill - Hjördís Ýrr Skúladóttir
  • MS Eyjafjörður - Dagbjörg Anna Gunnarsdóttir
  • Hvellur - félagshópur MS-einstaklinga eldri en 35 ára - Svavar Sigurður Guðfinnsson
  • "Skemmtilegur kontrast" - forsíðuviðtal við Hall Pétursson, mótorhjólagaur og rótara
  • MS Setrið - Í dag er góður dagur 
  • Mín MS greining - Greining og þjónusta - efst á baugi
  • Fundur með MS-teymi LSH