Margrét Ólafsdóttir lést þriðjudaginn 23. mars sl.
MS-félagið og Setrið votta aðstandendum hennar dýpstu samúð og þakka hjartanlega áratuga samvinnu, samveru og vináttu.
Í vikunni kom út ný skýrsla samtaka evrópskra MS félaga (EMSP) MS Barometer 2020. MS Barometerinn, sem kom fyrst út árið 2008, tekur púlsinn á stöðu fólks með MS í Evrópu með það að leiðarljósi að setja alþjóðleg viðmið fyrir þjónustu og meðferð fólks með MS.
Umsjón jafningjastuðnings hefur færst yfir til MS-félagsins þar sem Stuðningsnet sjúklingafélaganna hefur verið lagt niður og ÖBÍ mun hafa umsjón með fræðslu.
Alþjóðasamtök MS félaga hafa enn á ný uppfært ráðleggingar sínar um COVID-19 á heimsvísu fyrir fólk með MS, nú með upplýsingum um bóluefnin frá Pfizer-BioNTech og Moderna.
MS-félagið hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum upp á léttar þrek-, styrktar- og liðkunaræfingar í lokuðum hóp á facebook, MS-þrek. Æfingarnar eru á mánudögum og fimmtudögum kl. 11:00 og verða í boði í 3 vikur til reynslu. Hver tími er 40-45 mínútur.
Alþjóðasamtök MS félaga hafa gefið út ný og uppfærð COVID-19 ráð fyrir fólk með MS byggð á niðurstöðum úr rannsóknum og upplýsingum úr COVID-19 og MS gagnasöfnunarátakinu.
Fyrirlestur á netinu 22. september kl. 17
Ólafur Árni Sveinsson taugalæknir stiklar á stóru um MS-sjúkdóminn, fræðir okkur um nýjungar, segir fréttir frá ECTRIMS og fleira.
Alþjóðasamtök MS félaga (MSIF) hafa enn á ný uppfært COVID-19 leiðbeiningar sínar fyrir fólk með MS að teknu tilliti til fyrstu vísbendinga úr gagnasöfnunarátaki samtakanna og MS Data Alliance.
MS-félagið hefur nú gerst aðili að alþjóðlega síversnunarbandalaginu (International Progressive MS Alliance – IPMSA) sem er áður óþekkt alþjóðlegt samstarf MS samtaka, vísindamanna, lækna, lyfjafyrirtækja og fólks með síversnun MS. Bandalagið var stofnað með það að markmiði að bæta meðferðarúrræði við síversnun í MS.