Lifað með MS

Var prinsessan á bauninni með MS? Ósýnileg einkenni MS

Höfundur: Bergþóra Bergsdóttir, fræðslufulltrúi. MS-blaðið 2. tbl. 2019 

Inngangur: Fullyrða má að ósýnileg einkenni MS falli í skugga þeirra sýnilegu. Einnig, að einkenni eins og lamandi þreyta, hugrænir erfiðleikar og persónuleikabreytingar, njóti takmarkaðs skilnings og samúðar sam félagsins. Fólk virðist almennt eiga erfitt með að átta sig á því sem það ekki sér og skilur og velur þá gjarnan að líta undan og látast hvorki sjá né heyra. Þetta er miður, því ósýnileg einkenni eru ekki síður erfið að takast á við og jafn hamlandi í daglegu lífi og hin sýnilegu einkenni.

 

Andleg heilsa MS-fólks á Íslandi

Höfundur:  Hanna Heiða Lárusdóttir. MS-blaðið 2. tbl. 2019

Rannsóknir erlendis frá hafa sýnt að andleg heilsa fólks með MS er lakari en hjá þeim sem ekki eru með sjúkdóminn. Þar sem sjúkdómurinn er óútreiknan legur, leggst aðallega á ungt fólk í blóma lífsins og hefur margvísleg neikvæð áhrif í för með sér, ætti ekki að koma á óvart að andleg veikindi eru algengari en hjá öðrum. Andleg heilsa hefur ekki verið skoðuð hjá fólki með MS á Íslandi og var því lokaritgerð til BSc gráðu í sálfræði við Háskólann í Reykjavík varið í það málefni.

 

Þörfin fyrir MS-félagið tekur sífelldum breytingum

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Björgu Ástu Þórðardóttur. MS-blaðið 1. tbl. 2018

Inngangur: Björg Ásta Þórðardóttir er nýr formaður MS-félags Íslands frá aðalfundinum síðastliðið vor. Hún er 32 ára gömul, í sambúð með Ósk Laufeyju Breiðfjörð Eddudóttur og saman eru þær með þrjú börn. Björg Ásta er lögfræðingur að mennt og hefur starfað sem slíkur hjá Samtökum iðnaðarins undanfarin þrjú ár. Páll Kristinn Pálsson ræddi við Björgu Ástu um reynsluna af sjúkdóminum og hugmyndir hennar um stöðu og stefnu MS-félagsins á 50 ára afmælisárinu.

 

Herra MS – lífsförunautur ekki að eigin vali

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við  Dagbjörtu Önnu Gunnarsdóttur. MeginStoð 1. tbl. 2017

Inngangur: Dagbjört Anna Gunnarsdóttir er 41 árs. Hún fæddist á Akureyri og ólst upp á Dalvík. Dagbjört hefur fengist við ýmislegt um dagana, stundað nám við framhaldsskólann á Laugum, verkmenntaskólann á Akureyri og Stýrimannaskólann á Dalvík. Hún bjó og starfaði í mörg ár sem húsnæðisfulltrúi hjá Mosfellsbæ áður en hún flutti aftur til Akureyrar þaðan sem hún stundar nú fjarnám á félags- og hugvísindabraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga, Ólafsfirði. Dagbjört greindist með MS-sjúkdóminn fyrir rúmum tíu árum.

 

Segist bara hafa það mjög gott

Viðtal: Páll Kristinn Pálsson við Daníel Kjartan Ármannsson. MeginStoð 1. tbl. 2016

Daniel er 37 ára, fæddur á Egilsstöðum og ólst þar upp til 1999 er hann fluttist til Reykjavíkur. „Ég tók tvær annir í menntaskólanum á Egilsstöðum, stefndi að því að verða íþróttakennari þegar ég yrði stór en komst svo að því að námið var að miklu leyti bóklegt þannig að ég fékk mér vinnu í gamla kaupfélagsbakaríinu á Egilsstöðum og ákvað að læra til bakara. Þegar ég flutti suður byrjaði ég hjá Mosfellsbakaríinu og þá kveiknaði á metnaðinum fyrir alvöru. Þar hef ég unnið lengstaf allar götur síðan, en tekið af og til stutt tímabil annars staðar.“